200

Álfhólsskóli - Fréttir og tilkynningar

Krakkakór Álfhólsskóla á afmælishátíð Kópavogs.

Krakkakór Álfhólsskóla (kór 3. og 4. bekkjar) skemmti sér og öðrum vel á frábærri afmælishátíð Kópavogs í tilefni 60 ára afmælis bæjarins í Kórnum sunnudaginn 10. maí. Dagskráin var stútfull af frábærum listamönnum og þar voru saman komnir barnakórar flestra skóla í Kópavogi undir stjórn tónmenntakennara og kórstjóra skólanna.  Þórunn Björnsdóttir tók að sér sameiginlega stjórn á staðnu

20-05-2015
Nánar
Kópavogur 60 ára

Nemendur og starfsfólk Álfhólsskóla héldu uppá 60 ára afmæli Kópavogsbæjar þann 11. maí 2015. Afmælisterta var í boði og fengu sér allir sneið og kalda mjólk með.  Afmælissöngur sunginn til heiðurs afmælisbarninu og gleði skein úr hverju andliti.  Hér eru nokkrar myndir úr afmælinu í skólanum.

11-05-2015
Nánar
Afmæli Kópavogsbæjar

Sæl öll ! Kópavogsbær býður bæjarbúum öllum á stórtónleika í Kórnum þann 10. maí næstkomandi. Tónleikarnir verða fjölbreyttir og stórskemmtilegir, fram koma listamenn sem flestir eru fyrrverandi eða núverandi Kópavogsbúar, stórstjörnur á öllum aldri. 400 börn stíga á stokk og syngja undir stórn Þórunnar Björnsdóttur, Skólahljómsveitin leikur, Gerpla kemur fram en þar fyrir utan stjörnur á borð við

05-05-2015
Nánar
Verðlaunaafhending vegna Álfhólsskólaleikar

Á heilsudögunum 14. og 15. apríl fóru Álfhólsskólaleikarnir fram í 5. -7. bekk.  Í dag voru verðlaun veitt fyrir frammistöðu einstakra greina.  Íþróttakennararnir Jón Óttarr og Jón Magnússon stóðu fyrir viðurkenningunum.  Var sigurvegurum fagnað með góðu lófaklappi ásamt því að fá verðlaunaskjal fyrir góða frammistöðu.  Hér eru myndir af viðburðinum.  

30-04-2015
Nánar
6. JÞS á Þjóðminjasafni Íslands

Nemendur og Júlíus kennari 6.JÞS skelltu sér um daginn á Þjóðminjasafn Íslands.  Margt áhugavert var þar að finna.  Eiginlega var allt áhugavert og fengu krakkarnir að klæða sig upp í búninga og skoða ýmsa hluti úr fortíðinni okkar.  Hér eru myndir úr heimsókninni.

24-04-2015
Nánar

Alþjóðanámsver

    

Matseðill dagsins

Laugardagurinn 30.05.2015
Enginn matseðill er skráður í dag

Viðburðadagatal

No events found

Spakmæli vikunnar

Verkið lofar meistarann