200

Álfhólsskóli - Fréttir og tilkynningar

Íslandsmót grunnskóla í skák hjá stelpum í 1. - 3. bekk var haldið á dögunum.

Stúlknasveit Álfhólsskóla vann brons og tóku þær á móti verðlaunum í dag . Sveitina skipuðu þær Ísabella Nótt, Snædís Sól og Anna Salvör úr 3. bekk og Sigrún Eva úr 2. bekk.Á myndinni eru Ísabella, Snædís og Anna Salvör úr 3. bekk en Sigrún var fjarverandi einnig er Lenka skákkennari og Gunnar Björnsson forseti skáksambands Íslands sem afhenti þeim verðlaunin. 

27-02-2015
Nánar
Nemendur keppa í lestri

Keppnin er þrískipt en nemendur fá spurningar almenns eðlis sem eru bæði hraðaspurningar og vísbendingaspurningar sem ekki er hægt að æfa sig sérstaklega fyrir. Einnig lista yfir valdar bækur sem eiga það allar semeiginlegt að vera eftir íslenska barna- og unglingahöfunda. Keppnin er unnin af Siggerði Ólöfu Sigurðardóttur forstöðumanni skólasafns Álfhólsskóla en eftir fyrirmynd frá Fanneyju Péturs

26-02-2015
Nánar
Innritunardagar 2.- 3. mars 2015

 Grunnskólar KópavogsInnritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2015 – 2016. Inn­ritun 6 ára barna (fædd 2009) fer fram í grunn­skólum Kópa­vogs mánudaginn 2. og þriðjudaginn 3. mars. Sömu daga fer fram inn­ritun nemenda sem flytjast milli skóla­hverfa og þeirra sem flytja í Kópa­vog eða koma úr einka­skólum.  Haustið 2015 munu skólar hefjast með skólasetningardegi mánudaginn 24

25-02-2015
Nánar
Vetrarfrí í Álfhólsskóla, mánudag og þriðjudag

Mánudaginn  23. febrúar og þriðjudaginn 24. febrúar 2015 er vetrarfrí í Álfhólsskóla og því enginn skóli þessa tvo daga. Vonumst við því til að nemendur og starfsfólk skólans nýti fríið sitt til hins ýtrasta í rólegheitum með fjölskyldum sínum.Skóli hefst að nýju miðvikudaginn 25. febrúar samkvæmt stundaskrá. 

20-02-2015
Nánar
Fagrabrekka í tónmenntatíma

Elstu nemendur Fögrubrekku komu í heimsókn í tónmenntatíma hjá 1. bekk.  Þetta hefur orðið árleg heimsókn og eru oft fagnaðarfundir þegar gamlir félagar hittast, bæði eldri og yngri.  Þar hefur verið sungið fyrir hvort annað, farið í leiki, leikið á hljóðfæri og dansað saman. Í þetta skiptið enduðum við á að dansa saman refadans eins og má sjá glögglega á myndunum J  Hér eru nokkrar

20-02-2015
Nánar

Alþjóðanámsver

    

Matseðill dagsins

Fimmtudagurinn 05.03.2015
Hádegismatur: Kjúklinganúðlur

Viðburðadagatal

No events found

Spakmæli vikunnar

Auðveldara er að segja "fjall" en klífa það