200

Álfhólsskóli - Fréttir og tilkynningar

Lokahátíð Pegasus

Lokahátíð Pegasus var haldin í gær 26. maí.  Það sem í boði fyrir nemendur var sápubolti, rennibraut, heitur pottur og candifloss.  Í lokin var síðan boðið uppá grillaðar pylsur og gos.  Snorri og starfsmenn hans voru síðan með opið hús um kvöldið.  Allir skemmtu sér konunglega í frekar svölu veðri.  Hér eru síðan tvær myndir af lokahátíð félagsmiðstöðvarinnar Pegasus. &nb

27-05-2016
Nánar
Flott gjöf í einhverfudeildina

Síðastliðinn miðvikudag, færði Embla Dís í 6. BH sérdeildinni teppi að gjöf, sem hún hafði saumað í textíl.  Teppið er applikerað af henni með myndum af angry birds, sem hún teiknaði og útfærði í efni.  Bakhlið teppisins er með sérstaklega mjúku flísi.  Meðfylgjandi er mynd þegar afhendingin fór fram í sérdeildinni. 

02-05-2016
Nánar
Árlegur stefnumótunardagur í Álfhólsskóla

Stefnumótunardagur var haldinn í Álfhólsskóla þriðjudaginn 26. apríl.  Í upphafi dagsins voru nemendur með sínum umsjónarkennara og unnu í hópum. Foreldrar og aðstandendur nemenda voru í umræðum með Einar Birgi á sal.  Umræður voru nokkrar og voru spurningar lagðar fram til umræðu og skoðanaskipta. Niðurstöðum var haldið til haga og nýttu nemendur sér notkun ipada  til að koma

01-05-2016
Nánar
Vatnslitamálun í útikennslu

Við buðum 7.bekkingum í vatnslitamálun á dögunum.  Fórum við út í góða veðrið með liti og striga sem nemendurnir höfðu smíðað í Hönnun smíði.  Myndefnið var Ég og náttúran.  Vettvangurinn var Fossvogsdalurinn og umhverfi hans.  Vissulega kom Esjan sterk inn í myndirnar en bros og gleðin skein úr hverju andliti í þessari vinnu. Hér eru nokkrar myndir úr útikennslustundinni okkar

27-04-2016
Nánar
Samkeppni um endurskinsmerki.

Foreldrafélag Álfhólsskóla í samstarfi við skólann hefur ákveðið að efna til samkeppni um setningu á endurskinsborða.  Keppnin er tvískipt;  yngra stig (1. – 4. bekkur) og eldra stig (5. – 10. bekkur) og má hver nemandi senda inn að hámarki 3 tillögur. Nemendur í 1. – 4. bekk geta aðeins sent inn tillögur fyrir yngra stigið og nemendur í 5. – 10. bekk geta aðeins sent inn tillögur fyrir

15-04-2016
Nánar