200

Álfhólsskóli - Fréttir og tilkynningar

Vetrarfrí í Álfhólsskóla fimmtudag og föstudag

Kæru nemendur og starfsfólk Álfhólsskóla. Fimmtudaginn 27. október og föstudaginn 28. október er vetrarfrí i Álfhólsskóla.  Vonum við að þið eigið góðar stundir með fjölskyldum ykkar.  Kennsla hefst að nýju skv. stundaskrá mánudaginn 31. október.

26-10-2016
Nánar
5. VRG í Vísindasmiðju Háskólans

Í síðustu viku fóru nemendur 5. VRG og heimsóttu Vísindasmiðju Háskólans. Þau sáu hvernig rafmagn virkar með því að halda um tvo plasthólka og leiðast. Á þann hátt stýrðu þau hátalara. Sáu helíum breytast úr vökva í gas sem var svo sprengt. Fengu að sjá hvernig ljós og litir tengjast ásamt öðrum vísindalegum tilraunum. Skemmtilegur dagur í vísindaumhverfi vísindasmiðjunnar. Hér eru nokkrar myndir

25-10-2016
Nánar
Þemadagar hjálpseminnar í Álfhólsskóla

Í vikunni voru haldnir þemadagar.  Yfirheiti dagana var hjálpsemi.  Misjafnt var hvernig árgangar unnu. Miðstig var með þema í tvo daga en unglingastig var með einn dag. Yngsta stigið var einnig með tvo þemadag. Á miðstigi var mjög blönduð vinna en þar var búið til umhverfislistaverk úr tréþynnum og með orðum tengdu hjálpsemi. Nemendur áttu að gefa sín ráð um hvernig þeir töldu hvernig æ

14-10-2016
Nánar
Bleikur litur einkenni Álfhólsskóla í dag

Í dag mættu nemendur og starfsfólk í einhverju bleiku eins og aðrir landsmenn sem hvattir voru til að klæðast bleiku til tákns um samstöðu í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Víða í bekkjum var Kósýdagur og kökur það má því segja að Álfhólsskóli hafi verið með bleiku sniði í dag.

13-10-2016
Nánar
Tónlist fyrir alla í Álfhólsskóla

Á mánudaginn síðastliðinn kom hljómsveitin Skuggamyndir í heimsókn. Hljómsveitina skipuðu: Haukur Gröndal klarinett, Ásgeir Ásgeirsson saz baglama, bouzouki og tamboura, Erik Qvick slagverk og Þorgrímur Jónsson bassi. Fluttu þeir okkur tónlist frá Balkanlöndunum þ.e. Tyrklandi, Grikklandi, Makedóníu, Serbíu og Króatíu. Tónlistin í þessum löndum skapar stóra sess fyrir menn

12-10-2016
Nánar