200

Álfhólsskóli - Fréttir og tilkynningar

Enskur töframaður í Álfhólsskóla

Töframaðurinn, Cyril J May kíkti til okkar í dag. Hann sýndi okkur nokkur töfrabrögð sem tókust öll mjög vel. Cyril vakti athygli á umhverfismálum, flokkun, endurvinnslu og ýmsum öðrum tengdum hlutum með sinni sýningu. Skólinn okkar er Grænfána skóli og svona vitundarvakning passaði virkilega vel inn í það. Nemendur 5.og 6.bekkja nutu þess að horfa á sýninguna hans sem var ca.30 mínútna töfrabrögð

21-09-2016
Nánar
Frábær árangur skáksveitar Álfhólsskóla

Nemendur Álfhólsskóla tóku um helgina þátt í Norðurlandamóti unglingaskóla í skák og náði þeim frábæra árangri að verða í þriðja sæti. Þessi árangur er ekki síst eftirtektarverður því meðalaldur nemenda sveitarinnar var sá lang lægsti á mótinu og heildarstigafjöldi liðsins sá næst lægsti. Almennt voru sveitirnar skipaðar 16 ára nemendum. Sveit Álfhólsskóla skipuðu: Atli Mar Baldursson 9. KG Dawid

14-09-2016
Nánar
8. bekkur í Búrfellsgjá

Síðastliðinn þriðjudag fóru nemendur 8. bekkja skólans í Búrfellsgjá. Þetta var flottur dagur og veðrið var einstakt.  Skoðuðum við réttina, hellisskútana og sumir nemendur komust svo langt að kíkja á sjálfan gíg Búrfells.  Einstök fegurð og stórbrotið útsýni í nágrenni Kópavogs. Allir nutu þess að hefja starf vetrarins á góðri og hressri göngu í fallegri náttúru.  Hér eru nokkrar m

25-08-2016
Nánar
Skólasetning hjá 2. - 10. bekk haustið 2016

Skólasetning 2. - 4. bekkjar verður í salnum í Digranesi en skólasetning 5. - 10. bekkjar verður í salnum í Hjalla. Eftir skólasetningu fer fram kynning í stofum hjá umsjónarkennurum.Skólasetning einstakra bekkja verður á eftirtöldum tímum:Kl. 8:15 - 2. bekkurKl. 8:45 - 3. bekkurKl. 9:15 - 4. bekkurKl. 10:00 - 8. - 10. bekkurKl. 10:30 - 7. bekkurKl. 11:00 - 6. bekkurKl. 12:00 - 5. bekkur

14-08-2016
Nánar
Skólaboðun hjá 1.bekk haustið 2016

Foreldrar og nemendur 1. bekkjar verða boðaðir til viðtals hjá umsjónarkennurum mánudaginn 22. ágúst.Skólasetning hjá 1. bekk verður þriðjudaginn 23. ágúst kl. 8:10 í salnum í Digranesi.

14-08-2016
Nánar

Alþjóðanámsver

    

Matseðill dagsins

Föstudagurinn 30.09.2016
Hádegismatur: Súpa, brauð og ávöxtur

Spakmæli vikunnar

Sér kann jafnan hygginn hóf

   

Gildi mánaðarins

Virðing