200

Álfhólsskóli - Fréttir og tilkynningar

Vatnslitamálun í útikennslu

Við buðum 7.bekkingum í vatnslitamálun á dögunum.  Fórum við út í góða veðrið með liti og striga sem nemendurnir höfðu smíðað í Hönnun smíði.  Myndefnið var Ég og náttúran.  Vettvangurinn var Fossvogsdalurinn og umhverfi hans.  Vissulega kom Esjan sterk inn í myndirnar en bros og gleðin skein úr hverju andliti í þessari vinnu. Hér eru nokkrar myndir úr útikennslustundinni okkar

27-04-2016
Nánar
Samkeppni um endurskinsmerki.

Foreldrafélag Álfhólsskóla í samstarfi við skólann hefur ákveðið að efna til samkeppni um setningu á endurskinsborða.  Keppnin er tvískipt;  yngra stig (1. – 4. bekkur) og eldra stig (5. – 10. bekkur) og má hver nemandi senda inn að hámarki 3 tillögur. Nemendur í 1. – 4. bekk geta aðeins sent inn tillögur fyrir yngra stigið og nemendur í 5. – 10. bekk geta aðeins sent inn tillögur fyrir

15-04-2016
Nánar
Heilsudagar 2016

 Heilsudagar í Álfhólsskóla gengu að venju mjög vel.  9. bekkur fór í Sporthúsið og prófaði bæði cross-fit og boot camp tíma.  Vel var tekið á móti okkur og nemendur stóðu sig mjög vel.  Síðan hlýddu nemendur á fyrirlestur um hefndarklám sem hefur verið mikið í umræðunni.  Á miðvikudaginn var farið í Kópavogslaug og Gym-heilsu.  Þar prófuðu nemendur að fara í spi

14-04-2016
Nánar
Álfhólsskóli í 3. sæti í Íslandsmóti barnaskólasveita.

Íslandsmót barnaskólasveita fyrir fjórða til sjöunda bekk fór fram um helgina. Teflt var í Rimaskóla við góðar aðstæður. Fyrirfram mátti búast við öruggum sigri Hörðuvallaskóla sem mættir voru til að verja Íslandsmeistaratitil sinn frá því í fyrra. Eftir fyrri keppnisdag var nokkuð ljóst að liðsmenn skólans voru ekki á neinu öðru en að verja titilinn. Sama miskunnarleysi einkenndi taflmennsku Hörð

14-04-2016
Nánar
Frábær árshátíð unglingastigs.

Árshátíð unglingastigs var haldin í gærkvöldi í Álfhólsskóla.  Undirbúningur hennar hefur staðið í langan tíma.  Skreytingar og öll umgjörð einkenndust af miklum metnaði af hálfu félagsmiðstöðvarinnar Pegasus og skreytingarhópsins.  Þema að þessu sinni var Asía og tókst vel til eins og ætíð.  Margir skemmtikraftar komu og fluttu sitt atriði við góðan hljómgrunn viðstaddra. Sem

08-04-2016
Nánar